Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 16:46
Brynjar Ingi Erluson
22 ára leikmaður Aston Villa leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Myles Sohna, leikmaður Aston Villa á Englandi, hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna aðeins 22 ára að aldri en hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag.

Enski miðvörðurinn komst í fréttirnar árið 2021 þegar New York Times gerði grein um hann og bróðir hans, Harrison, sem voru þá báðir á mála hjá Villa.

Myles, sem er miðvörður, var fastamaður í U18 og U21 árs liðinu áður en hann sleit krossband. Það var í annað sinn sem hann sleit krossbandið og hafði varnarmaðurinn ekki spilað síðan 2022.

Leikmaðurinn hefur nú greint frá því að hann hafi spilað sinn síðasta leik.

„Það eru blendnar tilfinningar að segja frá því að vegna meiðsla eru skórnir komnir upp í hillu. Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka en eftir að hafa hugsað málið vel og vandlega og ráðfærði mig við sérfræðing þá var það alveg ljóst að þetta var best fyrir langtíma heilsu mína,“ sagði Sohna.
Athugasemdir
banner
banner