Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 13:25
Brynjar Ingi Erluson
Mun framlengja við Barcelona
Mynd: EPA
Úrúgvæski miðvörðurinn Ronald Araujo mun skrifa undir nýjan samning við Barcelona áður en tímabilinu lýkur. Þetta segir spænski miðillinn Sport.

Araujo er 25 ára gamall varnarmaður sem er samningsbundinn Barcelona til 2026.

Framtíð kappans hefur verið mikið í umræðunni síðustu mánuði en talið er að Bayern München og Manchester United séu að fylgjast með stöðu hans.

Sport heldur því nú fram að hann verði áfram í herbúðum Börsunga en stefnt er að því að hefja viðræður við hann um nýjan samning á næstu mánuðum og er þá vonast til að samkomulag verði í höfn fyrir lok tímabilsins.

Araujo hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna meiðsla en er að snúa aftur á völlinn.

Úrúgvæinn á yfir 150 leiki að baki fyrir Barcelona síðan hann kom frá Boston River fyrir sex árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner