Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
banner
   lau 16. nóvember 2024 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Fjölskyldan grét allan leikinn - „Besti dagur lífs míns“
Marc Casado í leik með Barcelona
Marc Casado í leik með Barcelona
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Marc Casado er að njóta sín á fyrsta tímabili sínu með aðalliði Barcelona en hann fékk óvænt stórt hlutverk á miðsvæði liðsins fyrir þessa leiktíð.

Þessi 21 árs gamli varnarsinnaði miðjumaður fékk ekki margar mínútur undir stjórn Xavi á síðustu leiktíð en komst strax í uppáhald hjá Hansi Flick sem tók við liðinu í sumar.

Casado hefur verið magnaður í fyrri hluta tímabilsins og unnið sér fast sæti á miðsvæðinu.

Hann var einn af bestu mönnum liðsins í 4-0 stórsigrinum á erkifjendum Barcelona í Real Madrid, en hann segir þann dag hafa verið þann besta í lífi hans.

„Dagurinn sem við unnum Real Madrid 4-0 á Bernabeu er besti dagur lífs míns til þessa, alla vega á fótboltavellinum. Fjölskyldan sagði við mig að þau hefðu grátið allan leikinn,“ sagði Casado við Cope.

Casado er uppalinn hjá Barcelona og segist mikill stuðningsmaður félagsins.

„Ég hef ekkert á móti Madrídingum. Ég er harður aðdáandi Barcelona,“ sagði Casado enn fremur.

Luis de la Fuente, þjálfari spænska landsliðsins, valdi Casado í hópinn í fyrsta sinn í þessum glugga og lék miðjumaðurinn sinn fyrsta leik er hann kom inn af bekknum í 2-1 sigrinum á Dönum í Þjóðadeildinni í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner