Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   lau 16. nóvember 2024 18:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu markið: Hnitmiðaður skalli Mikaels fann blóðheitan Orra
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er 1-0 yfir í Svartfjallalandi gegn heimamönnum þegar skammt er eftir af leiknum.

Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark leiksins til þessa og kom það á 74. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson átti fyrirgjöf inn á vítateig Svartfellinga, varnarmaður liðsins skallaði botlann upp í loftið og á Mikael Egil Ellertsson.

Varamaðurinn Mikael Egill fann Orra Stein frían inn á teignum með hnitmiðuðum skalla og Orri, í mjög góðu færi, gerði allt rétt og setti boltann í netið.

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

Fimmta landslðsmark Orra staðreynd en það kom örfáum mínútum eftir að hann fékk gula spjaldið fyrir að hrinda leikmanni Svartfellinga til jarðar. Sá hafði gripið í Orra á sprettinum og var íslenski framherjinn ekki sáttur við það.


Athugasemdir
banner
banner
banner