Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 10:13
Hafliði Breiðfjörð
Podgorica, Svartfjallalandi
Örfáir Íslendingar á meðal 4000 áhorfenda í Niksic í kvöld
Icelandair
Völlurinn í Niksic í morgun.
Völlurinn í Niksic í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni klukkan 17:00 í dag en leikurinn fer fram í rúmlega klukkutíma fjarlægð frá höfuðborginni, Podgorica, þar sem þjóðarleikvangurinn var ekki samþykktur af UEFA útaf ástandi grassins.

Völlurinn í Niksic tekur 5500 áhorfendur en búist er við að 4000 verði á leiknum í kvöld. Þar af er vitað af örfáum Íslendingum, færri en fimm.

Svartfjallaland er ekki fjölmennt land en þar búa rúmlega 630 þúsund manns. Það er fallegt veður í Niksic í dag, 11 stiga hiti sól og logn. Þegar leikurinn hefst og sólin er sest ætti að kólna nokkuð og þá verður aðeins 2 stiga hiti.

Fréttamenn á vellinum verða 26 í dag, 10 ljósmyndarar, tvær sjónvarpsstöðvar og ein útvarpsstöð.

Íslenskir fjölmiðlamenn á svæðinu verða sjö tveir frá Fótbolta.net, einn frá Morgunblaðinu og fjórir frá Sýn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner