Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 11:25
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu falleg mörk Fernandes og Ronaldo - Met Ramos slegið
Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo skoruðu perlumörk
Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo skoruðu perlumörk
Mynd: Getty Images
Portúgalirnir Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo skoruðu glæsimörk í 5-1 sigri portúgalska landsliðsins á Póllandi í Þjóðadeild Evrópu í gær.

Fernandes skoraði þriðja markið í leiknum á 80. mínútu með glæsilegu skoti fyrir utan teig í slá og inn á meðan Ronaldo skoraði með laglegri klippu eftir fyrirgjöf Vitinha.



Ronaldo gerði tvö mörk og er nú kominn með 910 mörk á ferlinum, en hann sló í leiðinni met Sergio Ramos.

Fyrrum Madrídingarnir höfðu báðir unnið 131 landsleik fyrir leikinn í gær en Ronaldo fór fram úr Ramos með sigrinum í gær.

Ronaldo hefur skorað fleiri landsliðsmörk frá því hann var 35 ára gamall en Diego Armando Maradona gerði á öllum landsliðsferli sínum með Argentínu. Ronaldo er kominn með 36 mörk á meðan Maradona gerði 35 mörk fyrir Argentínu.

Sjáðu markið hjá Ronaldo


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner