Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 17:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Logi í banni gegn Wales
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson fékk á 43. mínútu gult spjald þegar hann stöðvaði sókn Svartfellinga í leik liðanna sem nú er í gangi.

Þetta var annað gula spjald Loga í Þjóðadeildinni og verður hann því banni gegn Wales á þriðjudaginn. Fyrsta spjaldið fékk hann í tapinu gegn Tyrklandi í síðasta leik.

Jóhann Berg Guðmundsson, Mikael Egill Ellertsson og Hákon Rafn Valdimarsson eru hinir þrír leikmennirnir í íslenska liðinu sem voru á hættusvæði fyrir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

Kolbeinn í byrjunarliðið?
Í íslenska landsliðshópnum eru tveir aðrir vinstri bakverðir. Það eru þeir Kolbeinn Birgir Finnsson (Utrecht) og Rúnar Þór Sigurgeirsson (Willem II).

Rúnar er ekki í 23. manna leikdagshóp gegn Svartfellingum en Kolbeinn er á bekknum. Rúnar hefur ekki spilað keppnisleik með landsliðinu en Kolbeinn og Logi hafa barist um stöðuna síðustu mánuði.

Þar sem Aron Einar Gunnarsson meiddist í fyrri hálfleiknum í dag verða allavega tvær breytingar á byrjunarliðinu gegn Wales.
Athugasemdir
banner
banner
banner