Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Montella: Við erum með stór markmið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vincenzo Montella, landsliðsþjálfari Tyrklands, hefur verið orðaður við stórlið bæði í ítalska og enska boltanum síðustu vikur.

Montella hefur staðið sig mjög vel við stjórnvölinn hjá Tyrkjum en þar áður stýrði hann Adana Demirspor við góðan orðstír, eftir að hafa reynt fyrir sér við stjórnvölinn hjá félögum á borð við AS Roma, AC Milan, Fiorentina og Sevilla.

Montella er 50 ára gamall og er goðsögn í ítalska boltanum þar sem hann skoraði 141 mark í 288 leikjum í efstu deild.

„Þegar það er svona mikið umtal um þjálfara þá þýðir það að leikmennirnir eru að standa sig mjög vel. Liðið er að spila mjög vel og í síðasta mánuði var ég orðaður við ensku úrvalsdeildina," sagði Montella á fréttamannafundi í gær fyrir leik gegn Wales sem er í gangi þessa stundina.

„Í þessum mánuði er ég orðaður við aðra deild en ég er bara einbeittur að því að gera vel í Þjóðadeildinni. Við erum með stór markmið. Ef það verða einhverjar fréttir varðandi framtíðina mína þá verður forseti tyrkneska fótboltasambandsins sá fyrsti til að frétta það."

Tyrkland er í riðli með Íslandi í Þjóðadeildinni og sigruðu lærisveinar Montella báða leikina gegn Strákunum okkar, samanlagt 7-3.
Athugasemdir
banner
banner