Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hefur verulegar áhyggjur af Aroni
Icelandair
Sverir og Aron í upphitun fyrir leikinn í dag.
Sverir og Aron í upphitun fyrir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Íslands gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni. Leikurinn er fyrsti landsleikur Arons í eitt ár. Leikurinn í dag er 104. landsleikur Arons.

Hann hefur lítið spilað síðasta árið og síðustu vikurnar hefur hann einungis spilað þrjá leiki og ekki náð að klára einn af þeim. Hann er leikmaður Al-Gharafa í Katar og hefur byrjað þrjá leiki í Meistaradeild Asíu, en farið af velli í þeim öllum.

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

Lárus Orri Sigurðarson, fyrrum landsliðsmaður, er sérfræðingur í settinu hjá Stöð 2 Sport í kringum leikinn og lýsti yfir áhyggjum yfir stöðunni á Aroni.

„Aron spilaði einhverja sex leiki með Þór í sumar og hefur spilað þrjá leiki í Meistaradeild Asíu. Hann fór af velli á 55. mínútu, meiddur, fyrir tólf dögum síðan. Mér finnst frábært að sjá hann aftur og ég er mjög ánægður að hann sé við hliðina á Loga, getur stýrt Loga varnarlega sem þarf á því að halda. Öll nærvera Arons er frábær fyrir liðið. En ég hef verulegar áhyggjur af því að hann nái (ekki) að klára leikinn, vona að tempóið verði ekki of hátt fyrir hann og vona að hann nái að taka 90 mínútur," sagði Lárus Orri.

Albert Brynjar Ingason, sem einnig er sérfræðingur í kringum leikinn, tók ekki undir áhyggjur Lárusar fyrir leikinn í dag, sagðist frekar hafa áhyggjur af því að hann næði ekki næsta leik.

Lárus hafði einnig áhyggjur af því að Valgeir Lunddal Friðriksson væri ekki búinn að klára leik með Fortuna Dusseldorf frá komu sinni til félagsins í haust og benti einnig á að Hákon Rafn Valdimarsson væri búinn að spila mjög lítið með Brentford.
Athugasemdir
banner