Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri er komið áfram í milliriðil í undankeppni Evrópumótsins eftir að hafa unnið Moldóvu, 1-0, í Moldóvu í dag.
Lestu um leikinn: Ísland U19 1 - 0 Moldóva U19
Heimamenn í Moldóvu gerðu eina mark leiksins er Serghei
Obiscalov stýrði boltanum í eigið net á 9. mínútu leiksins.
Sigurinn þýðir að Ísland er með fullt hús eftir tvo leiki og komið áfram í milliriðil.
Ísland mætir Írlandi í lokaumferð riðilsins á þriðjudag en sá leikur er úrslitaleikur um toppsæti riðilsins. Írland er með 4 stig í öðru sæti.
Lið Íslands: Jón Sölvi Símonarson (M), Stefán Gísli Stefánsson, Davíð Helgi Aronsson, Þorri Stefán Þorbjörnsson, Sölvi Stefánsson, Breki Baldursson (F), Kjartan Már Kjartansson, Daníel Tristan Guðjohnsen ('83, Daði Berg Jónsson), Tómas Johannessen ('90, Bjarki Hauksson), Galdur Guðmundsson ('62, Sesar Örn Harðarson), Daníel Ingi Jóhannesson ('62, Stígur Diljan Þórðarson).
Athugasemdir