Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 11:06
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Alonso taki við Real Madrid eftir tímabilið
Mynd: Getty Images
Þýski blaðamaðurinn Florian Plettenberg segir að spænski þjálfarinn Xabi Alonso taki við Real Madrid eftir þetta tímabil.

Alonso náði sögulegum árangri með Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð.

Liðið vann þýsku deildina í fyrsta sinn og gerði það án þess að tapa leik. Þá vann liðið þýska bikarinn og komst í úrslit Evrópudeildarinnar.

Alonso hafnaði mörgum tilboðum í sumar og ákvað í staðinn að taka annað tímabil með Leverkusen.

Samkvæmt Plettenberg verður þetta síðasta tímabil hans með Leverkusen hann segir hann vera að taka við Real Madrid á Spáni.

Samningur Carlo Ancelotti rennur út næsta sumar og stendur ekki til að framlengja hann.

Alonso þekkir vel til hjá Real Madrid en hann lék með liðinu frá 2009 til 2014. Þar vann hann La Liga og Meistaradeildina ásamt því að vinna spænska bikarinn í tvígang.
Athugasemdir
banner
banner
banner