Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 10:16
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola framlengir við Man City - Goretzka til Man Utd?
Powerade
Pep Guardiola verður áfram
Pep Guardiola verður áfram
Mynd: EPA
Leon Goretzka til Man Utd?
Leon Goretzka til Man Utd?
Mynd: Getty Images
Alphonso Davies gæti verið á leið til Real Madrid
Alphonso Davies gæti verið á leið til Real Madrid
Mynd: EPA
Spænski stjórinn Pep Guardiola ætlar að framlengja samning sinn við Manchester City á Englandi en þetta og margt fleira er í slúðurpakka dagsins.

Pep Guardiola (53) hefur náð munnlegu samkomulagi um nýjan eins árs samning við Manchester City. (Football Insider)

Manchester United mun fá samkeppni við Union Berlín um þýska miðjumanninn Leon Goretzka (29), en leikmaðurinn er óánægður með stöðu sína hjá Bayern München. (Teamtalk)

Ruud van Nistelrooy hefur sótt um stjórastöðuna hjá Coventry City í ensku B-deildinni en hann yfirgaf Manchester United á dögunum eftir að hafa verið aðstoðarmaður Erik ten Hag og síðan bráðabirgðastjóri áður en Ruben Amorim tók við liðinu. (Talksport)

Fulham er komið í baráttu við Brentford um Igor Jesus (23), framherja Botafogo í Brasilíu. Newcastle United og Nottingham Forest hafa einnig áhuga. (TBR)

Ítalska félagið Juventus er að íhuga að fá Joachim Andersen (28), varnarmann Fulham og Benoit Badiashile (23), leikmann Chelsea, í janúarglugganum. (La Gazzetta dello Sport)

West Ham er að fylgjast náið með stöðu Tariq Lamptey (24), bakverði Brighton, en talið er að félagið muni hafa betur gegn Everton í baráttu um þennan ágæta landsliðsmann Gana. Hann rennur út á samningi næsta sumar. (Football Insider)

Tottenham er einnig að íhuga að fá Lamptey en félagið vill styrkja hópinn í janúarglugganum. (Teamtalk)

Barcelona hefur áhuga á georgíska landsliðsmanninum Khvicha Kvaratskhelia (23) sem er á mála hjá Napoli á Ítalíu. Hann er metinn á 67 milljónir punda. (Repubblica)

Þýski varnarmaðurinn Mats Hummels (35) er að íhuga að leggja skóna á hilluna eftir honum tekst ekki að koma sér frá Roma í janúar. (Sky)

Manchester United þarf að taka ákvörðun um það hvort félagið ætli að fá hinn unga og efnilega Sverre Nypan (17), sem er á mála hjá Rosenborg í Noregi, en mikil samkeppni er um leikmanninn. (Givemesport)

Bayern München er að skoða það að fá Jonathan David (24), leikmann Lille og kanadíska landsliðsins. Hann verður samningslaus næsta sumar og ætlar sér ekki að framlengja samninginn. (Sky)

Alphonso Davies (24), sem er á mála hjá Bayern München veit að Real Madrid er reiðubúið að ganga að kröfum hans og gæti hann skrifað undir samning hjá félaginu 2. janúar næstkomandi. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner