Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo: Hugsa ekki um 1000 marka metið
135 mörk í 217 landsleikjum.
135 mörk í 217 landsleikjum.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo skoraði tvennu í stórsigri Portúgal gegn Póllandi í Þjóðadeildinni í gærkvöldi og er þar með kominn með fimm mörk í fimm landsleikjum með Portúgal í haust. Hann hefur í heildina skorað 910 mörk á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta.

Portúgalir tryggðu sér toppsæti riðilsins með sigrinum og eru því búnir að tryggja sig í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Roberto Martínez þjálfari getur því gert tilraunir með byrjunarliðið sitt í lokaumferðinni á útivelli gegn Króatíu.

Ronaldo hefur verið sendur heim til Sádi-Arabíu fyrir verðskuldaða hvíld, rétt eins og úrvalsdeildarleikmennirnir Bruno Fernandes, Pedro Neto og Bernardo Silva, sem halda til Englands.

Fábio Silva og Geovany Quenda verða kallaðir upp í landsliðshópinn í staðinn.

„Ég vil auðvitað alltaf komast í sögubækurnar en ég er ekki einbeittur að þessu 1000 marka meti. Það væri gaman að ná því, en ég hugsa ekki um það," sagði Ronaldo og var svo spurður út í hvenær hann ætlar að leggja skóna á hilluna.

„Ég vil bara halda áfram að njóta mín. Ef ég finn að ég vil hætta eftir eitt eða tvö ár þá gæti það gerst, en ég veit ekki. Ég er að verða fertugur og ég vil halda áfram að spila fótbolta og njóta mín. Svo lengi sem ég finn fyrir metnaði til að halda áfram þá mun ég gera það. Daginn sem ég finn ekki lengur fyrir metnaði mun ég leggja skóna á hilluna."
Athugasemdir
banner
banner
banner