England heimsótti Grikkland í Þjóðadeildinni í vikunni og skóp mikilvægan sigur í toppbárattu B-deildarinnar.
Leikurinn fór fram á Ólympíuleikvanginum í Aþenu og voru engar merkilegar óeirðir fyrir upphafsflautið, þar sem 3,500 Englendingar ferðuðust til Grikklands fyrir leikinn. Það var uppselt á leikinn en leikvangurinn tekur 75,000 manns í sæti.
Viðbúnaður lögreglu var mikill og þegar gekk illa að koma fólki inn á leikvanginn tóku grískir lögregluþjónar meðal annars upp á því að nota táragas til að mynda raðir.
Ensku stuðningsmennirnir voru skiljanlega ósáttir með meðferðina og hafa sent kvörtun til enska fótboltasambandsins. Nú er enska lögreglan með málið á borðinu og hefur nú þegar hrint af stað víðamikilli rannsókn.
Athugasemdir