Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
banner
   lau 16. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingahópur U16: Sex Blikar
Mynd: KSÍ
Mynd: KSÍ
Lúðvík Gunnarsson er búinn að velja æfingahóp U16 sem mætir til úrtaksæfinga dagana 26-28.nóvember í Miðgarði.

Breiðablik á flesta fulltrúa í leikmannahópinum eða sex talsins á meðan Stjarnan og Valur eiga þrjá fulltrúa hvort.

Æfingahópurinn dvelur saman í um þrjár klukkustundir á dag þar sem stærsti hluti tímans verður notaður til að láta strákana efnilegu æfa saman.

Í æfingahópnum má meðal annars finna handboltasoninn Tómas Blöndal-Petersson, sem er yngri bróðir Lúkasar sem er samningsbundinn Hoffenheim auk þess að vera mikilvægur hlekkur í U21 landsliðinu.

Hópurinn:
Aron Egill Brynjarsson - Breiðablik
Axel Marcel Czernik - Breiðablik
Birkir Þorsteinsson - Breiðablik
Egill Valur Karlsson - Breiðablik
Gabríel Ólafsson Long - Breiðablik
Rúnar Logi Ragnarsson - Breiðablik
Aron Freyr Heimisson - Stjarnan
Alexander Máni Guðjónsson - Stjarnan
Ðuro Stefán Beic - Stjarnan
Mattías Kjeld - Valur
Óskar Sveinn Einarsson - Valur
Tómas Blöndal-Petersson - Valur
Albert Ingi Jóhannsson - Vestri
Aron Daði Svavarsson - FH
Björn Darri Oddgeirsson - Þróttur R.
Daníel Michal Grzegorzsson - Valur Reyðarf.
Gísli Baldur Ólafsson - SK Haugar
Jakob Sævar Johansson - Afturelding
Jón Viktor Hauksson - Haukar
Kristófer Kató Friðriksson - Þór
Nenni Þór Guðmundsson - Leiknir F.
Nökkvi Arnarsson - HK
Oliver Napiórkowski - Fylkir
Sigurður Breki Kárason - KR
Skarphéðinn Gauti Ingimarsson - KR
Snorri Kristinsson - KA
Viktor Gaciarski - ÍA
Þorri Ingólfsson - Víkingur R.
Athugasemdir
banner