Brynja Líf Jónsdóttir verður áfram á Selfossi eftir að hafa verið besti leikmaður meistaraflokks kvenna í sumar.
Brynja Líf er fædd 2004 og uppalin á Selfossi og hefur alla sína tíð spilað fyrir félagið. Hún lék alla leikina í hjarta varnarinnar í Lengjudeildinni í sumar og var valin sem leikmaður ársins á lokahófi Selfoss.
Þar var hún einnig valin sem besti varnarmaður ársins, ásamt því að fá verðlaun fyrir sérstakar framfarir og ástundun.
Brynja gerir tveggja ára samning við Selfoss sem féll úr Lengjudeildinni í sumar. Hún mun vera í lykilhlutverki í 2. deildinni á næsta ári, er Selfyssingar reyna að koma sér aftur upp um deild.
„Ég er mjög þakklát fyrir það að fá að endursemja við Selfoss. Ég er alltaf jafn stolt af því að spila fyrir uppeldisfélagið. Ég er mjög spennt fyrir komandi árum í vínrauðu,” sagði Brynja við undirskriftina.
Athugasemdir