Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   lau 16. nóvember 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Roberto Carlos og Gilberto Silva mætast í góðgerðarleik
Jens Lehmann, Stiliyan Petrov og Jeremie Aliadiere meðal leikmanna
Mynd: Getty Images
Roberto Carlos og Gilberto Silva, fyrrum landsliðsmenn Brasilíu, munu mætast í góðgerðarleik á 3000 manna heimavelli utandeildarfélagsins Lewes FC.

Lewes FC leikur enn á upprunalegum velli frá því félagið var stofnað árið 1885, en fyrir þann tíma var svæðið notað fyrir krikket og þar áður sem almenningsgarður.

Carlos, sem skoraði eitt frægasta mark fótboltasögunnar utanfótar beint úr aukaspyrnu, er orðinn 51 árs gamall og er hann fyrirliði annars liðsins gegn Gilberto Silva, sem er 48 ára og lék á sínum tíma fyrir Arsenal. Þeir unnu HM saman með brasilíska landsliðinu árið 2002.

Carlos og Gilberto munu draga í lið þar sem Jens Lehmann, Jeremie Aliadiere og Stiliyan Petrov eru meðal fyrrum leikmanna sem taka þátt í slagnum.

Góðgerðarleikurinn er til að safna pening fyrir stuðningshóp fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum. Tim Chase stendur að baki leiknum, en hann er ásamt Carlos og Gilberto stofnandi nýs samfélagsmiðils sem heitir Striver.

   13.11.2024 06:00
Campbell, Maguire og Carlos meðal sendiherra fyrir Striver

Athugasemdir
banner