Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 20:55
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti og Modric með flesta titla í sögu Real Madrid
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti og Luka Modric skrifuðu sig í sögubækurnar er Real Madrid vann Álfukeppnina í Lusail í Katar í kvöld.

Ítalski þjálfarinn var að vinna fimmtánda titil sinn sem þjálfari Madrídinga og er því titlahæsti þjálfarinn í sögu félagsins.

Ancelotti tók fyrst við Madrídingum árið 2013 og stýrði liðinu í tvö ár en á þeim tíma vann hann meðal annars Meistaradeild Evrópu og spænska konungsbikarinn.

Hann var fenginn aftur til félagsins fyrir þremur árum og gert magnaða hluti á þeim tíma en hann hefur unnið ellefu titla, þar á meðal Meistaradeildina tvisvar sinnum.

Titlarnir eru nú alls fimmtán talsins sem gerir hann að titlahæsta þjálfara í sögu félagsins.

Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric var þá að vinna 28. titil sinn með félaginu og hefur hann því formlega tekið fram úr Dani Carvajal sem er með 27 titla.

Carvajal er auðvitað enn á mála hjá Real Madrid en hann var ekki með í kvöld þar sem hann er að glíma við meiðsli sem munu halda honum frá út tímabilið.




Athugasemdir
banner
banner
banner