Southampton og Liverpool mætast í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins klukkan 20:00 í kvöld en leikurinn er spilaður á St. Mary's leikvanginum í Southampton.
Arne Slot gerir átta breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn Fulham. Caoimhin Kelleher kemur aftur í markið og þá koma þeir Wataru Endo, Jarell Quansah, Alexis Mac Allister, Tyler Morton, Trey Nyoni, Darwin Nunez og Harvey Elliott inn í liðið.
Nyoni er 17 ára gamall leikmaður sem heillaði með Liverpool á undirbúningstímabilinu.
Hinn 16 ára gamli Rio Ngumoha er á bekknum hjá Liverpool en hann gekk í raðir félagsins frá Chelsea fyrr á árinu.
Russell Martin var rekinn frá Southampton eftir 5-0 tapið gegn Tottenham um helgina en það er Simon Rusk sem mun stýra liðinu í kvöld.
Hann gerir þrjár breytingar á liðinu.
Southampton: McCarthy; Harwood-Bellis, Bednarek, Wood-Gordon; Bree, Downes, Mateus Fernandes, Aribo, Manning; Dibling, Archer
Liverpool: Kelleher; Alexander-Arnold, Endo, Quansah, Gomez; Mac Allister, Morton, Nyoni; Elliott, Nunez, Gakpo
Athugasemdir