Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 18:35
Brynjar Ingi Erluson
Cunha á leið til Man Utd?
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Matheus Cunha virðist spenntur fyrir hugmyndinni að ganga í raðir Manchester United ef marka má virkni hans á Instagram.

Cunha hefur verið einn af fáum jákvæðum punktum í liði Wolves á þessari leiktíð.

Hann hefur skorað 8 mörk og gefið 3 stoðsendingar í fallbaráttunni og er talið að hann sé reiðubúinn að taka stökkið í stærra félag.

Það hefur gengið á ýmsu hjá Cunha og Wolves á síðustu vikum og var það bara í síðasta leik þar sem Cunha réðst á starfsmann Ipswich Town í 2-1 tapi.

Hann reif gleraugun af starfsmanninum og gaf honum olnbogaskot, en Cunha hefur verið kærður af enska fótboltasambandinu og gæti átt yfir höfði sér langt bann.

Cunha hefur verið orðaður við Manchester United síðasta árið og hefur hann nú ýtt undir þann orðróm með því að líka við færslu undir síðustu mynd hans á Instagram.

Notandinn Moha.j00 skrifaði undir myndina að hann væri bráðlega á leið til Manchester United og líkaði Cunha við þau ummæli.

Það verður áhugavert að sjá hvað Cunha gerir í janúarglugganum en Tottenham er einnig sagt áhugasamt um kappann.


Athugasemdir
banner
banner
banner