Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   mið 18. desember 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Danny Röhl þykir enn líklegastur í starfið hjá Southampton
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þýski þjálfarinn Danny Röhl er talinn líklegastur til að taka við stjórn á Southampton sem er í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.

Southampton situr þar með 5 stig eftir 16 umferðir en Russell Martin var loks rekinn eftir vandræðalegt stórtap á heimavelli gegn Tottenham um helgina.

Veðbankar telja Röhl vera langlíklegastan til að taka við starfinu en þessi ungi Þjóðverji hefur verið að gera frábæra hluti með Sheffield Wednesday í Championship deildinni.

Röhl er ekki nema 35 ára gamall og þekkir vel til hjá Southampton eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ralph Hasenhüttl sem bjargaði liðinu frá falli tímabilið 2018-19.

Röhl hóf þjálfaraferilinn hjá RB Leipzig og færði sig svo til Southampton og FC Bayern áður en hann var ráðinn sem aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins.

Ef viðræður við Röhl ganga ekki upp er Jesse Marsch talinn næstlíklegastur til að taka við starfinu. Bandaríski þjálfarinn stýrir kanadíska landsliðinu sem stendur en vill ólmur þjálfa félagslið á ný.

Carlos Corberan, David Moyes og Graham Potter koma einnig til greina í þjálfarastöðuna ásamt Steve Cooper.
Athugasemdir
banner
banner