Það fara þrír leikir fram í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld þar sem fjörið hefst á Emirates leikvanginum í Norður-London.
Arsenal tekur þar á móti Crystal Palace í nágrannaslag, en Arsenal hefur unnið fjórar síðustu innbyrðisviðureignir liðanna í röð.
Newcastle United fær svo Brentford í heimsókn skömmu eftir upphafsflautið í London og má búast við afar spennandi slag þar á bæ, en það eru aðeins liðnir ellefu dagar síðan liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni.
Brentford hafði þar betur 4-2 eftir gríðarlega fjöruga viðureign og hafa lærisveinar Eddie Howe því harma að hefna.
Að lokum er það botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, Southampton, sem tekur á móti toppliðinu sjálfu, Liverpool.
Í síðustu fjórtán innbyrðisviðureignum liðanna hefur Liverpool unnið tólf sinnum og Southampton einu sinni.
Leikir kvöldsins:
19:30 Arsenal - Crystal Palace
19:45 Newcastle - Brentford
20:00 Southampton - Liverpool
Athugasemdir