Arsenal 3 - 2 Crystal Palace
0-1 Jean-Philippe Mateta ('4 )
1-1 Gabriel Jesus ('54 )
2-1 Gabriel Jesus ('73 )
3-1 Gabriel Jesus ('81 )
3-2 Edward Nketiah ('85 )
0-1 Jean-Philippe Mateta ('4 )
1-1 Gabriel Jesus ('54 )
2-1 Gabriel Jesus ('73 )
3-1 Gabriel Jesus ('81 )
3-2 Edward Nketiah ('85 )
Brasilíski sóknarmaðurinn sá til þess að koma Arsenal áfram í undanúrslit enska deildabikarsins með því að skora þrennu í 3-2 sigri liðsins á Crystal Palace á Emirates-leikvanginum í kvöld.
Mikel Arteta gerði átta breytingar á liði sínu fyrir leikinn í kvöld og gaf leikmönnum eins og Kieran Tierney og Ethan Nwaneri tækifærið.
Aðeins ein breyting var gerð á liði Palace en hinn 18 ára gamli Caleb Korpha kom inn fyrir Daniel Munoz sem var í leikbanni.
Gestirnir í Palace byrjuðu af krafti en Jean-Philippe Mateta skoraði eftir tæpar fjórar mínútur. Dean Henderson hamraði boltanum úr eigin markteig og fram völlinn. Mateta hafði betur í baráttunni við Jakub Kiwior áður en hann lagði boltann í hægra hornið.
Palace fór með forystu inn í hálfleikinn en Arsenal sneri taflinu við í þeim síðari.
Gabriel Jesus jafnaði á 54. mínútu eftir glæsilega sendingu Martin Ödegaard. Brasilíumaðurinn komst framhjá varnarmanni Palace áður en hann vippaði boltanum yfir Henderson í markinu.
Hann gerði annað mark sitt rúmum fimmtán mínútum fyrir leikslok er Saka lagði boltann inn fyrir á Jesus sem skoraði með föstu skoti. Átta mínútum síðar fullkomnaði Brasilíumaðurinn þrennu sína.
Varnarlína Palace var komin hátt upp völlinn og missti liðið boltann. Ödegaard var fljótur að sparka honum fram völlinn og á Jesus sem var sloppinn einn í gegn. Hann lagði síðan boltann snyrtilega framhjá Henderson. Frábær frammistaða hjá Jesus.
Eddie Nketiah, fyrrum leikmaður Arsenal, minnkaði muninn gegn gömlu félögunum með skalla þegar fimm mínútur voru til leiksloka.
Arsenal hélt út og er nú komið í undanúrslit deildabikarsins en Palace er úr leik. Dregið verður í undanúrslit á morgun, eftir leik Tottenham og Manchester United.
Athugasemdir