Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   mið 18. desember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa í dag - Spennandi slagir í þremur löndum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru áhugaverðir leikir á dagskrá víða um Evrópu í kvöld og hefst fjörið á heimavelli Atalanta.

Atalanta mætir þar B-deildarliði Cesena í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins og getur tryggt sér leik gegn Bologna í 8-liða úrslitum.

Seinna um kvöldið á AS Roma heimaleik gegn B-deildarliði Sampdoria og mun sigur fleyta liðinu áfram í erfiðan leik gegn AC Milan í næstu umferð.

Þá er stórleikur á dagskrá í franska boltanum þar sem AS Mónakó tekur á móti Paris Saint-Germain í spennandi toppslag.

PSG er með sjö stiga forystu á toppi frönsku deildarinnar en Mónakó deilir öðru sætinu með Marseille.

Að lokum eru tveir leikir í spænska boltanum þar sem Espanyol fær Valencia í heimsókn á sama tíma og Villarreal mætir Rayo Vallecano.

Þar eru Espanyol og Valencia að mætast í mikilvægum fallbaráttuslag, en Valencia er óvænt á botni deildarinnar með 10 stig eftir 15 umferðir.

Villarreal getur komist upp í fimmta sæti með sigri gegn Vallecano.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atletico Madrid 17 11 5 1 31 11 +20 38
2 Barcelona 18 12 2 4 50 20 +30 38
3 Real Madrid 17 11 4 2 37 16 +21 37
4 Athletic 18 9 6 3 27 16 +11 33
5 Mallorca 18 8 3 7 18 21 -3 27
6 Villarreal 16 7 5 4 28 27 +1 26
7 Osasuna 17 6 7 4 22 25 -3 25
8 Real Sociedad 17 7 4 6 16 11 +5 25
9 Betis 17 6 6 5 20 21 -1 24
10 Girona 17 6 4 7 23 25 -2 22
11 Sevilla 17 6 4 7 18 23 -5 22
12 Celta 17 6 3 8 25 28 -3 21
13 Vallecano 16 5 5 6 18 19 -1 20
14 Las Palmas 17 5 4 8 22 27 -5 19
15 Leganes 17 4 6 7 15 23 -8 18
16 Getafe 17 3 7 7 11 14 -3 16
17 Alaves 17 4 4 9 19 28 -9 16
18 Espanyol 16 4 2 10 15 28 -13 14
19 Valladolid 17 3 3 11 12 34 -22 12
20 Valencia 15 2 4 9 13 23 -10 10
Athugasemdir
banner
banner