Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   mið 18. desember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gyökeres valinn bestur í Svíþjóð - 61 mark í 60 leikjum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sænski framherjinn Viktor Gyökeres hefur verið valinn sem fótboltamaður ársins 2024 í Svíþjóð.

Gyökeres hefur átt ótrúlegt ár með Sporting CP og sænska landsliðinu þar sem hann raðaði inn mörkunum í hinum ýmsu keppnum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Gyökeres hreppir verðlaunin en það hefur sjaldan verið jafn mikil samkeppni þar sem leikmenn á borð við Alexander Isak og Dejan Kulusevski hafa verið að gera flotta hluti.

Gyökeres er 26 ára gamall og ef hann heldur áfram að raða inn mörkunum líkt og hann hefur verið að gera má búast við að hann hreppi þessi verðlaun nokkrum sinnum í viðbót.

Hann mun þó líklega ekki ná Zlatan Ibrahimovic sem var valinn besti fótboltamaður Svíþjóðar 12 sinnum.

Gyökeres skoraði 61 mark í 60 leikjum á dagatalsárinu 2024 en frá komu sinni til Sporting hefur hann gert 69 mörk í 74 leikjum fyrir félagið - auk þess að gefa 20 stoðsendingar.

Gyökeres hefur þá skorað 15 mörk í 26 landsleikjum með Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner