Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mið 18. desember 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Heiður að fá að stýra liðinu gegn Liverpool
Simon Rusk, bráðabirgðastjóri Southampton, segir að það verði mikill heiður að stýra liðinu gegn Liverpool en hann megi ekki láta tilfinningarnar hafa nein áhrif.

Liðin mætast á leikvangi heilagrar Maríu í kvöld klukkan 20, í 8-liða úrslitum deildabikarsins.

„Þetta er mikill heiður. Ég hef unnið fyrir félagið síðan í sumar og nú einbeiti ég mér að mínu starfi. Ég verð að hafa augun á boltanum og mitt markmið er að koma okkur áfram. Það er heiður að stýra liðinu í svona mikilvægum leik en tilfinningarnar mega ekki ráða ferðinni," segir Rusk sem er U21 þjálfari Southampton.

Southampton er í stjóraleit eftir að Russell Martin var rekinn. Samkvæmt veðbönkum er Danny Röhl líklegastur til að taka við Southampton en hann er í dag stjóri Sheffield Wednesday í Championship-deildinni. Kasper Hjulmand, fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur, er einnig orðaður við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner