Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Heiður að fá að stýra liðinu gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Simon Rusk, bráðabirgðastjóri Southampton, segir að það verði mikill heiður að stýra liðinu gegn Liverpool en hann megi ekki láta tilfinningarnar hafa nein áhrif.

Liðin mætast á leikvangi heilagrar Maríu í kvöld klukkan 20, í 8-liða úrslitum deildabikarsins.

„Þetta er mikill heiður. Ég hef unnið fyrir félagið síðan í sumar og nú einbeiti ég mér að mínu starfi. Ég verð að hafa augun á boltanum og mitt markmið er að koma okkur áfram. Það er heiður að stýra liðinu í svona mikilvægum leik en tilfinningarnar mega ekki ráða ferðinni," segir Rusk sem er U21 þjálfari Southampton.

Southampton er í stjóraleit eftir að Russell Martin var rekinn. Samkvæmt veðbönkum er Danny Röhl líklegastur til að taka við Southampton en hann er í dag stjóri Sheffield Wednesday í Championship-deildinni. Kasper Hjulmand, fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur, er einnig orðaður við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner