Atalanta og Roma unnu nokkuð þægilega sigra í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld.
Atalanta, sem hefur verið á miklu flugi á þessu tímabili, kjöldró B-deildarlið Cesena, 6-1, í Bergamó.
Charles De Ketelaere og Lazar Samardzic skoruðu báðir tvö mörk fyrir heimamenn en þeir Davide Zappacosta og Marco Brescianini komust einnig á blað.
Atalanta mætir Bologna í 8-liða úrslitum en Roma, sem vann 4-1 sigur á Sampdoria, mætir Milan.
Úkraínski kraftframherjinn Artem Dovbyk skoraði tvö á fyrstu tuttugu mínútum leiksins áður en Tommaso Baldanzi bætti við þriðja um það bil fimm mínútum síðar.
Gerard Yepes minnkaði muninn fyrir Sampdoria áður en Úsbekinn Eldor Shomurodov gulltryggði sigur Rómverja.
Atalanta 6 - 1 Cesena
1-0 Davide Zappacosta ('4 )
2-0 Charles De Ketelaere ('8 )
3-0 Lazar Samardzic ('27 )
4-0 Charles De Ketelaere ('35 )
5-0 Marco Brescianini ('54 )
6-0 Lazar Samardzic ('71 )
6-1 Joseph Ceesay ('90 )
Roma 4 - 1 Sampdoria
1-0 Artem Dovbyk ('9 )
2-0 Artem Dovbyk ('19 )
3-0 Tommaso Baldanzi ('24 )
3-1 Gerard Yepes ('61 )
4-1 Eldor Shomurodov ('79 )
Athugasemdir