Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Lokaleikirnir í riðlum Bose mótsins verða á morgun og föstudag
Fram fær Aftureldingu í heimsókn í Úlfarsárdalinn á morgun.
Fram fær Aftureldingu í heimsókn í Úlfarsárdalinn á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK og FH mætast annað kvöld í Kórnum.
HK og FH mætast annað kvöld í Kórnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Báðir lokaleikirnir í riðlum Bose-mótsins fara fram á morgun, og föstudag.

Þá fer FH í Kórinn og mætir þar heimamönnum í HK klukkan 17:00 í dag. Á morgun tekur Fram á móti Aftureldingu í Úlfarsárdalnum klukkan 17:00.

Að leikjunum loknum hafa öll lið spilað tvö leiki og skýrist þá hvaða lið leika til úrslita. KR er þegar komið í úrslitaleikinn en HK þarf að vinna FH með fjórum mörkum eða meira til að komast uppfyrir Víking og í úrslit.

Leikið verður til úrslita í febrúar.

Fimmtudagur 19. desember:
19:00 HK - FH (Kórinn)

föstudagur 20. desember:
17:00 Fram - Afturelding (Lambhagavöllurinn í Úlfarsárdal)

Riðill 1:
Víkingur, 4 stig
HK, 1 stig
FH, 0 stig

Riðill 2:
KR, 6 stig
Fram, 0
Afturelding, 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner