Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lookman er besti fótboltamaður Afríku 2024
Salah kom ekki til greina
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ademola Lookman hefur verið valinn sem besti afríski leikmaður ársins en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til greina í úrslitavalinu.

Mohamed Salah, sem hefur tvisvar sinnum verið valinn besti fótboltamaður Afríku og tvisvar sinnum verið næstbestur, kom ekki til greina í kjörinu um efstu fimm.

Lookman var þar að berjast við Achraf Hakimi, Simon Adingra, Serhou Guirassy og Ronwen Williams.

Lookman er 27 ára gamall og er lykilmaður í sterku liði Atalanta sem vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð eftir úrslitaleik gegn Bayer Leverkusen.

Lookman ólst upp á Englandi og var mikilvægur hlekkur í unglingalandsliðunum en fékk aldrei tækifæri með A-liðinu.

Báðir foreldrar hans eru frá Nígeríu og byrjaði Lookman að spila fyrir nígeríska landsliðið í mars 2022.

Hann hefur síðan þá skorað 8 mörk í 27 landsleikjum og endaði í öðru sæti síðasta Afríkumóts með nígeríska landsliðinu, sem varð til þess að ríkisstjórnin í Nígeríu sæmdi leikmenn landsliðsins með sérstakri heiðursorðu.

Lookman, sem hefur meðal annars leikið fyrir RB Leipzig, Everton og Leicester City á ferlinum, er með tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Atalanta. Paris Saint-Germain er sagt hafa mikinn áhuga á að klófesta Lookman í tilraun til að leysa vandræðin í sóknarleiknum hjá sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner