Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   mið 18. desember 2024 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Barcelona tók toppsæti D-riðils
Barcelona og Man City fara í 8-liða úrslit
Barcelona og Man City fara í 8-liða úrslit
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Evrópumeistarar Barcelona tóku toppsæti D-riðils í Meistaradeildinni í ár með 3-0 sigri liðsins á Manchester City í Barcelona í kvöld.

Man City var með þriggja stiga forystu á Börsunga fyrir leikinn en þær spænsku náðu að tryggja sér toppsætið með sigrinum.

Claudia Pina kom heimakonum á bragðið á 44. mínútu og bættu þær Aitana Bonmatí og Alexia Putellas við tveimur mörkum með tólf mínútna millibili í síðari hálfleik.

Barcelona og Man City fengu bæði fimmtán stig úr leikjunum sex en Barcelona vann á markatölu í innbyrðis viðureign liðanna.

Hammarby lagði þá St. Pölten að velli, 2-1, og tryggði sér 3. sæti riðilsins með 6 stig en St. Pölten endaði keppnina stigalaust.

Barcelona 3 - 0 Manchester City
1-0 Claudia Pina ('44 )
2-0 Aitana Bonmatí ('57 )
3-0 Alexia Putellas ('69 )

St. Polten 1 - 2 Hammarby
0-1 Cathinka Tandberg ('20 )
0-2 Julie Blakstad ('22 )
1-2 Kamila Dubcova ('83 )
Athugasemdir
banner
banner
banner