Arsenal tók toppsæti C-riðils í Meistaradeild Evrópu með dramatískum 3-2 sigri á Bayern München í Lundúnum í kvöld, en tvær íslenskar landsliðskonur komu við sögu í leikjum kvöldsins.
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks eftir hornspyrnu en Bayern náði að bregðast við undir lok hálfleiksins er sænska landsliðskonan Magdalena Eriksson jafnaði metin.
Hún bætti við öðru á 58. mínútu en Alessia Russo svaraði um hæl fyrir heimakonur.
Þegar aðeins tæpar fimm mínútur lifðu leiks fengu Arsenal-konur vítaspyrnu er Tuva Hansen handlék boltann í eigin teig og var það Mariona Caldentey sem skoraði úr spyrnunni og tryggði Arsenal toppsæti riðilsins.
Arsenal tók fimmtán stig úr riðlinum á meðan Bayern hafnaði í öðru sæti með 13 stig. Bæði lið fara áfram í 8-liða úrslit keppninnar.
Sædís Rún Heiðarsdóttir lék þá allan leikinn í liði Vålerenga sem tapaði fyrir Juventus, 3-0, í Tórínó.
Juventus hafnaði í 3. sæti riðilsins með 6 stig en Vålerenga í neðsta sæti með 1 stig.
Arsenal 3 - 2 Bayern
1-0 Glódís Perla Viggósdóttir ('7, sjálfsmark )
1-1 Magdalena Eriksson ('39 )
1-2 Magdalena Eriksson ('58 )
2-2 Alessia Russo ('59 )
3-2 Mariona Caldentey ('86, víti )
Juventus 3 - 0 Valerenga
1-0 Valentina Bergamaschi ('6 )
2-0 Sofia Cantore ('56 )
3-0 Emma Kullberg ('64 )
Athugasemdir