Þýski landsliðsmaðurinn Jamal Musiala, leikmaður Bayern München, segist hafa verið gríðarlegur stuðningsmaður Barcelona í æsku.
Musiala, sem er 21 árs, hefur verið í viðræðum við Bayern um nýjan samning en núgildandi samningur hans er til sumarsins 2026.
Musiala, sem er 21 árs, hefur verið í viðræðum við Bayern um nýjan samning en núgildandi samningur hans er til sumarsins 2026.
„Barcelona var mitt uppáhalds lið og ég átti Messi treyjur. Miðjan þeirra með Xavi, Iniesta og Busquets heillaðir mig. Ég var alltaf að horfa á leiki og þegar ég var krakki stóð nánast alltaf Messi á bakinu á mér. Ég átti eina Neymar treyju en Messi var hetjan mín," segir Musiala við BILD.
Það er þó eitthvað í að Musiala spili fyrir Barcelona ef hann skrifar undir nýjan samning við Bayern, eins og búist er við að hann geri.
Athugasemdir