Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 10:02
Elvar Geir Magnússon
Neymar: Stuðningsmenn PSG voru ósanngjarnir
Neymar í treyju PSG.
Neymar í treyju PSG.
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Neymar segir að stuðningsmenn Paris Saint Germain hafi verið ósanngjarnir í sinn garð á meðan hann hafi leikið fyrir félagið.

Neymar var keyptur á metupphæð til PSG árið 2017 og skoraði 118 mörk og átti 77 stoðsendingar í 173 leikjum fyrir félagið.

Hann vann fimm franska meistaratitla hjá félaginu en þar sem Meistaradeildartitillinn kom ekki hús, og hann var reglulega á meiðslalistanum, er hans framlag oft talað niður.

Neymar er nú hjá Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Hann gekk í raðir félagsins í fyrra og er nýkominn í gang eftir enn ein meiðslin.

„Fyrsta árið í París var stórkostlegt ég fékk mjög góðar móttökur frá stuðningsmönnum. En síðustu tvö eða þrjú árin var það ekki eins, það var ekki sanngjarnt hvernig komið var fram við mig," segir Neymar.

Í maí í fyrra fór hópur af stuðningsmönnum PSG að heimili Neymar og kallaði eftir því að hann myndi koma sér burt.

„Það var farið yfir strikið. Það var ekki lengur virðing í sambandi okkar. Ég bar alltaf virðingu fyrir því en þetta var flókin staða. Það var sárt hvernig þeir komu fram við mig í lokin."
Athugasemdir
banner
banner
banner