Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Salzburg búið að finna nýjan stjóra í stað Lijnders
Mynd: EPA
Austurríska félagið hefur ráðið Thomas Letsch sem nýjan aðalþjálfara liðsins. Hann tekur við af Pep Lijnders sem látinn var fara á dögunum vegna slæms gengis. Lijnders er fyrrum aðstoðarþjálfari Liverpool.

Letsch þekkir til hjá Salzburg en hann var bráðabirgðastjóri liðsins 2015 en er nú ráðinn til frambúðar og skrifar undir samning til 2027.

Kai Hesse verður aðstoðarmaður Letsch.

Letsch er 56 ára Þjóðverji sem síðast starfaði hjá Bochum og þar á undan var hann hjá Vitesse í Hollandi.

Salzburg situr í 5. sæti austurrísku deildarinnar sem er óásættanlegt hjá liðinu sem endaði í 2. sæti á síðasta tímabili og hafði unnið deildina tíu sinnum þar á undan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner