Selfoss er Íslandsmeistari kvenna í Futsal tímabilið 2024-25 eftir að hafa rúllað upp Íslandsmótinu.
Selfossstelpur fengu 16 stig af 18 mögulegum og enduðu með markatöluna 30-5.
Smári er eina liðið sem náði að taka stig af Selfossi á mótinu en Kópavogsstúlkur enduðu í þriðja sæti með 8 stig.
Sindri endar í öðru sæti með 10 stig á meðan KFR er stigalaust á botninum.
Védís Ösp Einarsdóttir, leikmaður Selfoss, var markahæst með 10 mörk. Védís er fædd 2008 og tók þátt í 8 keppnisleikjum með meistaraflokki á síðustu leiktíð án þess að skora mark.
Athugasemdir