Kolbeinn Birgir Finnsson og félagar hans í Utrecht eru komnir í 16-liða úrslit hollenska bikarsins eftir 8-0 stórsigur liðsins á AFC í kvöld.
Árbæingurinn var að byrja annan leik sinn fyrir Utrecht á tímabilinu en hann spilaði einnig síðasta bikarleik gegn Lisse.
Hann lék allan leikinn í kvöld er Utrecht valtaði yfir AFC. FotMob gefur íslenska landsliðsmanninum 7,3 í einkunn fyrir frammistöðuna.
Brynjólfur Andersen Willumsson fékk tækifærið í byrjunarliði Groningen sem tapaði fyrir AZ Alkmaar, 2-1, á útivelli.
Blikinn fór af velli þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en úrslitin þýða að Groningen er úr leik í bikarnum í ár og getur því sett alla einbeitingu á deildina.
Athugasemdir