Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mið 18. desember 2024 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Fyrrum leikmaður Man Utd sá rautt - Jafnt í botnslag
Espanyol og Valencia skildu jöfn, 1-1, í botnslag La Liga á Spáni í kvöld.

Bæði lið höfðu verið án sigurs síðan í lok nóvember og mátti því búast við stál í stál í þessum leik.

Heimamönnum fengu fyrsta hættulega færið eftir rúmar tuttugu mínútur er Javi Puado, fyrirliði liðsins, hamraði boltanum í þverslá af stuttu færi.

Rétt eftir það gerði Diego Lopez slíkt hið sama á hinum enda vallarins.

Puado klúðraði einn á móti markverði undir lok hálfleiksins en náði að bæta upp fyrir það áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks er hann stýrði fyrirgjöf Antoniu Roca í netið.

Lopez jafnaði metin fyrir Valencia snemma í síðari hálfleiknum og opnaðist leikurinn eftir það. Slæmar ákvarðanatökur á síðasta þriðjungi vallarins varð hins vegar til þess að mörkin urðu ekki fleiri.

Títtnefndur Lopez kom boltanum í netið undir lok leiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Lokatölur 1-1 i fallbaráttuslag en Espanyol er í 18. sæti með 15 stig á meðan Valencia er í neðsta sæti með 11 stig.

Villarreal og Rayo Vallecano gerðu einnig 1-1 jafntefli. Alvaro Garcia kom Vallecano í forystu á 20. mínútu og bætti það gráu ofan á svart er Willy Kambwala, fyrrum leikmaður Manchester United, fékk að líta rauða spjaldið í liði Villarreal fyrir ljóta tæklingu á Oscar Valentin.

Manni færri tókst Villarreal að jafna er Ayoze Perez skoraði með laglegu skoti. Áttunda mark hans í deildinni á tímabilinu.

Heimamenn vörðust vel í síðari og náðu að halda út manni færri. Villarreal er í 5. sæti með 27 stig en Vallecano í 12. sæti með 21 stig.

Villarreal 1 - 1 Rayo Vallecano
0-1 Alvaro Garcia ('20 )
1-1 Ayoze Perez ('45 )
Rautt spjald: Willy Kambwala, Villarreal ('32)

Espanyol 1 - 1 Valencia
1-0 Javi Puado ('44 )
1-1 Diego Lopez Noguerol ('47 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 27 17 6 4 57 26 +31 57
2 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
3 Atletico Madrid 27 16 8 3 44 18 +26 56
4 Athletic 27 13 10 4 45 24 +21 49
5 Villarreal 26 12 8 6 48 36 +12 44
6 Betis 27 11 8 8 35 33 +2 41
7 Mallorca 27 10 7 10 26 33 -7 37
8 Vallecano 27 9 9 9 29 29 0 36
9 Sevilla 27 9 9 9 32 36 -4 36
10 Celta 27 10 6 11 40 41 -1 36
11 Real Sociedad 27 10 4 13 23 28 -5 34
12 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
13 Getafe 27 8 9 10 23 22 +1 33
14 Girona 27 9 6 12 35 40 -5 33
15 Espanyol 26 7 7 12 25 37 -12 28
16 Valencia 27 6 9 12 30 45 -15 27
17 Leganes 27 6 9 12 24 40 -16 27
18 Alaves 27 6 8 13 30 40 -10 26
19 Las Palmas 27 6 6 15 30 45 -15 24
20 Valladolid 27 4 4 19 18 62 -44 16
Athugasemdir
banner
banner
banner