EM kvenna 2025 fer fram í Sviss á næsta ári og er Ísland á sínum stað í riðlakeppninni.
UEFA er búið að opinbera mótsboltann fyrir EM, sem ber nafnið KONEKTIS og er skreyttur með myndum af helstu kennileitum borganna þar sem mótið fer fram.
Boltinn er framleiddur af adidas og er búinn ýmissi tækni sem á bæði að auðvelda og flýta fyrir ákvörðunum í dómgæslu.
Þetta verður í fyrsta sinn sem Connected Ball tæknin frá adidas verður notuð á EM kvenna.
Tæknin var notuð á EM karla í sumar og var mjög umtöluð þegar jöfnunarmark Romelu Lukaku fyrir Belgíu gegn Slóvakíu var dæmt af vegna hendi í aðdragandanum.
???? Introducing Konektis the UEFA Women's EURO 2025 match ball.? ?#WEURO2025 || @adidasfootball pic.twitter.com/fexP3x2shc
— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) December 16, 2024
Athugasemdir