Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   mið 18. desember 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Zirkzee ætlar að funda með Amorim
Zirkzee hefur átt erfitt uppdráttar.
Zirkzee hefur átt erfitt uppdráttar.
Mynd: EPA
Kia Joorabchian, umboðsmaður Joshua Zirkzee, ætlar að ræða við Rúben Amorim, stjóra Manchester United, um stöðu hollenska sóknarmannsins hjá enska félaginu.

Zirkzee var keyptur til United frá Bologna á 36,5 milljónir punda í sumar en hefur verið í brasi hjá nýjum vinnuveitendum. Hann hefur aðeins byrjað einn leik undir stjórn Amorim.

Sagt er að United gæti keypt nýjan sóknarmann í janúar og mínútum Zirkzee þá fækkað enn frekar. Sögusagnir hafa verið um að Amorim sé tilbúinn að selja Zirkzee í komandi glugga.

Joorabchian vill fá það á hreint hvað Amorim sé að hugsa en ítalska félagið Juventus gæti reynt að fá Zirkzee. Thiago Motta, stjóri Juve, vann með leikmanninum hjá Bologna og náði því besta út úr honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner