Tvær treyjur sem notaðar voru á Evrópumóti U21 árs landsliða sumarið 2011 eru nú boðnar upp hér á Fótbolta.net og öll upphæðin rennur til góðs málefnis.
Það er Lúðvík Jónsson sem var liðsstjóri liðsins til fjölda ára sem gefur treyjuarnar sem eru báðar áritaðar af leikmannahópnum öllum.
Ísland var þarna í fyrsta sinn að spila á stórmóti U21 árs landsliða og í liðinu voru margir af þeim helstu leikmönnum sem fóru í gegnum gullaldartímabil landsliðsins í kjölfarið.
Lágmarksboð
- 50 þús hvor treyja
Sendið boð á [email protected] og tilgreinið hvort boðið er í bláu eða hvítu treyjuna.
Uppboð endar 22.12 kl 22:12 ! … ekkert mál að fá treyjur afhentar fyrir jól
Öll upphæðin sem safnast verður gefin til Barnaspitala Hringsins
Athugasemdir