Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 19. ágúst 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu rauða spjaldið í hasarnum á Akureyri - „Líkamsárás!“
Birkir Heimisson fékk beint rautt spjald
Birkir Heimisson fékk beint rautt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt ætlaði um koll að keyra undir lok fyrri hálfleiks í leik Þórs og Fjölnis á VÍS-vellinum á Akureyri í gær.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Fjölnir

Birkir Heimisson, leikmaður heimamanna í Þór, fékk að líta beint rautt spjald fyrir að fara harkalega í Mána Austmann Hilmarsson, lykilmann Fjölnis.

Eins og má sjá í myndbandinu fer Birkir heldur fast í Mána, með olnbogann á undan, áður en hann labbar rösklega til baka. Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, var handviss í sinni sök þegar hann dró upp rauða spjaldið, en ekki voru allir sammála dómaranum.

Stuðningsmannahópur Fjölnis, Gula Þruman, birti myndband af brotinu á X í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner