Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fös 19. október 2018 19:22
Ingólfur Páll Ingólfsson
Þórir Guðjónsson gengur í raðir Breiðabliks (Staðfest)
Þórir er mættur í Kópavoginn.
Þórir er mættur í Kópavoginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Þórir Guðjónsson sem spilað hefur með Fjölni undanfarin ár er nú genginn í raðir Breiðabliks.

Þórir gerir tveggja ára samning við Breiðablik. Hann hefur spilað alls 164 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 44 mörk. Þórir ólst upp hjá Fram og Val en gekk í raðir Fjölnis árið 2011. Framherjinn öflugi spilaði á sínum tíma níu leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks þekkir Þóri vel og sér tækifæri í því að koma framherjanum aftur í gang en hann skoraði einungis þrjú mörk í sumar þegar Fjölnir féll. Þórir mun því spila í Pepsi deildinni á næsta tímabili og það er von að hann nái sér á strik næsta sumar.



Athugasemdir
banner
banner