Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 10:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúlegt starfsumhverfi í Belgíu - Freyr hafði verið einna lengst í starfi
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Kortrijk
Dirk Kuyt.
Dirk Kuyt.
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson var í gær látinn fara frá belgíska félaginu Kortrijk.

Freyr var ráðinn til Kortrijk í upphafi árs. Þá var liðið í vonlausri stöðu í neðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar, en Freyr náði að bjarga liðinu frá falli með ótrúlegum endaspretti.

Gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki verið gott, einhverjir stuðningsmenn liðsins hafa látið í ljós óánægju sína með varnarsinnaða nálgun liðsins og kallað eftir þjálfarabreytingu. Kortrijk er í 14. sæti í 16 liða deild þegar 18 umferðir eru búnar. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og var 0-3 tap á heimavelli gegn Dender lokaleikur liðsins undir stjórn Freys.

Belgíska umhverfið er gríðarlega hart og fá þjálfarar ekki mikinn tíma. Eins og áður segir var Freyr ráðinn þjálfari Kortrijk í byrjun árs en samt sem áður var hann búinn að vera einn lengst í starfi af þjálfurum deildarinnar.

Sá sem er búinn að vera lengst í starfi, Besnik Hasi, er búinn að vera í eitt ár og einn mánuð í starfi og Dirk Kuyt, fyrrum leikmaður Liverpool, er sá sem hefur verið næst lengst í starfi en hann hefur stýrt Beerschot í ellefu mánuði og 20 daga.

Freyr og Króatinn Ivan Leko höfðu þá stýrt sínum liðum í ellefu mánuði og tvær vikur en þeir eru í þriðja og fjórða sæti á þessum lista.

Það ætti því ekki að koma mikið á óvart að Freyr hafi ekki fengið mikla þolinmæði; svona er þetta bara í Belgíu.

Þeir sem hafa verið lengst í starfi í belgísku úrvalsdeildinni:
1. Besnik Hasi (Mechelen) - 1 ár og 1 mánuð
2. Dirk Kuyt (Beerschot) - 11 mánuði og 20 daga
3. Ivan Leko (Standard Liege) - 11 mánuði og 14 daga
4. Rik De Mil (Charleroi) - 8 mánuði og 26 daga
5. Wouter Vrancken (Gent) - 5 mánuði og 17 daga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner