Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, var með fjóra rétta þegar hann spáði í tólftu umferð Lengjudeildarinnar. Þar á meðal var hann með tvö hárrétt úrslit.
Þrettánda umferðin hefst í kvöld og tók Björn Axel Guðjónsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, það verkefni að sér að spá í leikina. Ólsarar eru á toppi 2. deildar og stefna á að spila í Lengjudeildinni á næsta ári.
Þrettánda umferðin hefst í kvöld og tók Björn Axel Guðjónsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, það verkefni að sér að spá í leikina. Ólsarar eru á toppi 2. deildar og stefna á að spila í Lengjudeildinni á næsta ári.
Leiknir R. 2 - 2 Þróttur R. (19:15 í kvöld)
Jeffsy hefur verið að gera frábæra hluti með Þróttaraliðið og fer á Ghetto ground og sækir sterkt stig. Veikasti Arsenal maður landsins Ósvald Jarl finnur sinn innri Ödegaard og smellir honum fyrir utan teig.
Fjölnir 3 - 0 Ægir (18:30 á morgun)
Hemmi Árna á mæknum sækir þessa punkta. Myndarlegasti leikmaður landsins Axel Freyr skorar. Fjölnir heldur svo hreinu með Sigurvin Reynis að halda miðjunni, engin betri í því.
Njarðvík 1 - 2 Grótta (19:15 á morgun)
The Björn Axel derby. Grótta tekur þetta þar sem besti leikmaður deildarinnar Tommi Jó skorar eitt og næst besti leikmaður deildarinnar Kristófer Orri leggur upp sitt tíunda mark í sumar. Ef Pétur Th er heill þá skorar hann líka auto. New manager bounce-ið hjá Njarðvík kickar svo inn í næsta leik og þeir fara á run.
Afturelding 4 - 0 Selfoss (19:15 á morgun)
Maggiball heldur áfram að rúlla og þetta verður þægilegur dagur á skrifstofunni þar sem Seiðkarlinn (Ásgeir Marteins) og BBB (Bjartur Bjarmi) verða allt í öllu.
Grindavík 0 - 2 ÍA (19:15 í kvöld)
Maður bjóst alveg við þessari byrjun hjá ÍA eftir að þeir misstu Mikael Hrafn úr Kallabakaríi í apríl. Þeir hafa hins vegar náð að snúa þessu við og hafa verið á skriði undanfarið og það heldur áfram þegar þeir fara suður með sjó. Markaþurrð Grindavíkur heldur því miður áfram.
Vestri 1 - 0 Þór (14:00 á laugardag)
Naglbítur fyrir Vestan þar sem Vestramenn harka inn einu marki og halda út.
Fyrri spámenn:
Arnþór Ari Atlason (4 réttir)
Eggert Aron Guðmundsson (4 réttir)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (3 réttir)
Þráinn Orri Jónsson (3 réttir)
Gunnar Birgisson (3 rétt)
Gunnar Þorsteinsson (2 réttir)
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Sævar Atli Magnússon (2 réttir)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Kjartan Kári Halldórsson (0 réttir)
Hér fyrir neðan má hlusta á Innkastið frá því í gær þar sem meðal annars var rætt um Lengjudeildina. Þá er hægt að skoða stöðutöfluna í deildinni fyrir neðan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir