Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 09:55
Elvar Geir Magnússon
Slot: Forréttindi að vera ársmiðahafi hjá Tottenham
Arne Slot á fréttamannafundi.
Arne Slot á fréttamannafundi.
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: Getty Images
Tottenham og Liverpool mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og spjallaði Arne Slot, stjóri toppliðs Liverpool, við fjölmiðlamenn í morgunsárið í tilefni leiksins.

Hann hrósaði kollega sínum, Ange Postecoglou hjá Tottenham, í hástert og segir hann hafa fært félaginu aftur leikstílinn sem hafi einkennt það.

„Tottenham hefur verið með Paul Gascoigne, Glenn Hoddle, Gareth Bale... þeir hafa alltaf verið með einkennandi sóknarbolta og Ange Postecoglou hefur komið með þessi einkenni aftur til félagsins. Það er alltaf gaman að horfa á þá," segir Slot.

„Ég vona að hann vinni titil, ekki deildabikarinn samt! Ég held með því að hann vinni Evrópudeildina. Fólk talar alltaf um að vinna titla en að mínu mati leikstíllinn mikilvægastur. Ef hann getur sameinað þennan leikstíl og unnið eitthvað yrði það frábært. Þá getur fólk hætt að tala um að þetta sé 'of sóknarsinnað'. Hvernig í ósköpunum er hægt að spila of mikinn sóknarbolta?"

„Þeir vilja alltaf sækja. Ange spilar alltaf með þrjá sóknarmenn, tvo sóknarmiðjumenn og bakverðirnir vilja vera með í sókninni. Þeir spila svo skemmtilegan fótbolta að það eru forréttindi að vera ársmiðahafi hjá félaginu."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 16 8 6 2 29 15 +14 30
4 Nott. Forest 16 8 4 4 21 19 +2 28
5 Man City 16 8 3 5 28 23 +5 27
6 Bournemouth 16 7 4 5 24 21 +3 25
7 Aston Villa 16 7 4 5 24 25 -1 25
8 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
9 Brighton 16 6 6 4 26 25 +1 24
10 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
11 Brentford 16 7 2 7 32 30 +2 23
12 Newcastle 16 6 5 5 23 21 +2 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 16 5 4 7 21 29 -8 19
15 Crystal Palace 16 3 7 6 17 21 -4 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 16 2 6 8 16 28 -12 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner
banner
banner