Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 21. ágúst 2020 21:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Henry Birgir hissa á áhorfendaleysinu
Henry Birgir Gunnarsson að lýsa leik.
Henry Birgir Gunnarsson að lýsa leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Greining í húsi. Vægt tveggja mínútna heilablóðfall. Er betri núna. Þakka sem höfðu áhyggjur og sýndu samúð," skrifar Henry Birgir Gunnarsson, íþróttalýsandi, í gríni á Twitter eftir að hafa aðeins orðið á í útsendingu frá leik Gróttu og Breiðabliks í kvöld.

Grótta og Breiðablik mættust í Pepsi Max-deild karla í kvöld og lýsti Henry leiknum á Stöð 2 Sport.

Áður en leikurinn hófst furðaði hann sig á því hvers vegna enginn væri mættur í stúkuna. „Hvar er fólkið? Það hlýtur að vera 'happy hour' í gleðitjaldinu. Þetta er ævintýralegt, það er enginn í stúkunni," sagði Henry Birgir áður en flautað var til leiks.

Hann taldi 15 manns í stúkunni sem ætti að passa því núna mega aðeins vera tíu frá hvoru félagi í stúkunni á fótboltaleikjum á Íslandi. Það er í gildi áhorfendabann vegna kórónuveirunnar. Henry hafði gleymt því um stundarsakir.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband.



Athugasemdir
banner
banner