Sex menn, þar á meðal bróðir franska fótboltamannsins Paul Pogba, voru í dag dæmdir í fangelsi fyrir að hafa reynt að kúga fé úr fótboltamanninum.
Þrír þeirra sem voru dæmdir eru vinir Pogba úr barnæsku og einn er bróðir hans, Mathias.
Þrír þeirra sem voru dæmdir eru vinir Pogba úr barnæsku og einn er bróðir hans, Mathias.
Mathias Pogba fékk þriggja ára fangelsisdóm en tvö árin eru skilorðsbundin. Hann var einnig sektaður um 20 þúsund evrur. Stærsti dómurinn var átta ár.
Mennirnir sex voru hluti af glæpahring sem beittu Pogba fjárkúgunum, en Mathias hefur haldið því fram að Paul skuldi glæpamönnum pening fyrir að hafa notað nafn þeirra til að verja sig á götum Parísar. Þá hefur Mathias einnig haldið því fram að Paul sé heltekinn af galdramennsku og hafi látið setja álög á ýmsar manneskjur.
Pogba var dæmdur í bann frá fótbolta á síðasta ári eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hann má byrja að spila fótbolta aftur í mars á næsta ári en hann er þessa stundina án félags.
Athugasemdir