Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   fös 20. desember 2024 08:56
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu markaregnið úr Spurs - Man Utd: Markverðirnir hörmulegir
Altay Bayindir fékk á sig fjögur mörk.
Altay Bayindir fékk á sig fjögur mörk.
Mynd: Getty Images
Eftir að Tottenham vann 4-3 sigur gegn Manchester United í enska deildabikarnum, 8-liða úrslitum, í gær kom sparkspekingurinn Jamie Carragher með þessa spurningu:

„Hefur verið verri frammistaða frá tveimur markvörðum í sama leik í sögunni?“

Tottenham vann leikinn og skoraði fjögur mörk þrátt fyrir að vera bara með 0,67 í vænt mörk, xG. Manchester United var með 2,38 í xG og skoraði þrjú.

Markverðirnir sem um ræðir eru Altay Bayindir, varamarkvörður Manchester United, og Fraser Forster sem varið hefur mark Tottenham vegna meiðsla Guglielmo Vicario.

Bayindir sló boltann fyrir fætur Solanke þegar Tottenham skoraði fyrsta mark sitt í leiknum. Spurs komust í 3-0 áður en martraðarsýning Forster fór svo af stað. En hér má sjá öll mörkin úr leiknum:



Tottenham 4 - 3 Manchester Utd
1-0 Dominic Solanke ('15 )
2-0 Dejan Kulusevski ('47 )
3-0 Dominic Solanke ('54 )
3-1 Joshua Zirkzee ('63 )
3-2 Amad Diallo ('70 )
4-2 Son Heung-Min ('88 )
4-3 Jonny Evans ('95 )
Athugasemdir
banner
banner