City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 21:07
Elvar Geir Magnússon
Jón Guðni fór af velli á börum - Jafnt í hálfleik
Jón Guðni Fjóluson fór af velli á börum snemma í seinni hálfleik.
Jón Guðni Fjóluson fór af velli á börum snemma í seinni hálfleik.
Mynd: Getty Images
Víkingar fagna marki sínu í fyrri hálfleik.
Víkingar fagna marki sínu í fyrri hálfleik.
Mynd: Getty Images
Staðan er 1-1 í hálfleik í viðureign LASK og Víkings í lokaumferð í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Ari Sigurpálsson kom Víkingi yfir úr vítaspyrnu en stuttu seinna jöfnuðu heimamenn.

Sem stendur er Víkingur í 19. sæti Sambandsdeildarinnar en liðin í sætum 9-24 fara í umspilið, efstu 8 liðin fara beint í 16-liða úrslitin.

Þó Víkingur væri undir þá væri liðið samt sem áður á leið áfram, svo útlitið er gott fyrir íslenska liðið þar sem staðan í öðrum leikjum er hagstæð.

Lestu um leikinn: LASK 1 -  1 Víkingur R.

Í blálok fyrri hálfleiksins sast Jón Guðni Fjóluson á grasið og hélt um nárann. Hann fór svo af velli á börum og Halldór Smári Sigurðsson kom inn í hans stað.

Seinni hálfleikur er að hefjast þegar þessi orð eru skrifuð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner