Í uppbótartíma í leik Everton og Manchester United vildi Everton fá vítaspyrnu. Andrew Madley, dómari leiksins, benti á vítapunktinn en honum var bent á að skoða atviið betur og eftir skoðun í VAR skjánum tók hann ákvörðun sína til baka.
Ashley Young, fyrrum leikmaður United, fór niður í vítateig United eftir glímu við þá Matthijs de Ligt og Harry Maguire.
Ashley Young, fyrrum leikmaður United, fór niður í vítateig United eftir glímu við þá Matthijs de Ligt og Harry Maguire.
Í endursýningu sást að De Ligt togaði í treyju Young og Maguire greip í hann.
Eftir að hafa séð atvikið úr nokkrum sjónarhornum mat Madley að þetta væri ekki nógu mikið til að dæma vítaspyrnu.
Lokatölur leiksins urðu 2-2 en Everton var betra liðið framan af leik en United vaknaði á kafla í seinni hálfleiknum og náði að jafna leikinn.
Hér er ítarlegri endursýning á atvikinu
There is no way Harry Maguire has held Ashley Young with enough force to give that as a penalty. The right decision & the whole reason we have VAR. Common sense prevails for a change. pic.twitter.com/QicuNajnKu https://t.co/4LH23CQyeA
— Adam (@AdamJoseph____) February 22, 2025
Athugasemdir